Um Félag fornleifafræðinga
Félag fornleifafræðinga er fagfélag fornleifafræðinga á Íslandi. Fullgildir meðlimir í félaginu geta aðeins orðið þeir sem lokið hafa háskólanámi í fornleifafræði. Um 150 meðlimir eru í Félagi fornleifafræðinga. Félagið var til í apríl 2013 við sameiningu Fornleifafræðingafélags Íslands og Félags íslenskra fornleifafræðinga.
Félag fornleifafræðinga stendur fyrir margvíslegri dagskrá tengdri fornleifafræði og vinnur að því að efla fornleifafræðilega umræðu á Íslandi.
Félagið heldur úti ritinu Ólafíu sem nefnt er í höfuðið á dr. Ólafíu Einarsdóttur sem var fyrst Íslendinga til að ljúka háskólaprófi í fornleifafræði. Markmiðið með útgáfu ritsins er að skapa hefð fyrir íslenskri hugtakanotkun í fornleifafræði með birtingu nýs efnis sem og þýðingum eldra efnis.
Félag fornleifafræðinga hefur aðsetur hjá Reykjavíkur Akademíunni, Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík
Kennitala: 630513-0810
Tölvupóstfang: felagfornleifafraedinga.ff@gmail.com
Félagið er einnig á Facebook.
Enskt heiti félagsins er Society of Archaeologists, Iceland.