Ég fann fornleifar hvað á ég að gera?
Forngripir eru allir manngerðir hlutir sem eru orðnir eldri en 100 ára. Finni maður forngrip á víðavangi ber manni skylda til að hafa samband við Minjastofnun Íslands og tilkynna fundinn. Einnig er hægt að hafa samband við minjaverði á hverju landssvæði.
Helst á ekki að taka gripinn upp þar sem hann getur verið hluti af stærri fornleifafundi. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að gripurinn sé á sínum stað þegar fornleifafræðingar koma að því hægt er að fá mun meiri upplýsingar ef fornleifafræðingarnir sjá í hvaða samhengi gripurinn er í jörðinni.
Ef gripurinn er í hættu, til dæmis vegna þess að hann liggur í fjöru eða það er hætta á að hann týnist aftur, má taka hann með sér en alltaf ætti að reyna að skrá nákvæmlega hvar hann fannst, t.d. með GPS staðsetningu og ljósmynd, góðri lýsingu eða með því að merkja staðinn á einhvern hátt. Forðist þó að stinga einhverju niður í jörðina þar sem gripurinn fannst því við það gætu mögulegar fornleifar undir sverði skemmst.
Minjastofnun Íslands
Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Sími: 570 1300 - Bréfsími: 570 1301
postur@minjastofnun.is
Minjavörður Reykjavíkur og nágrennis
Henny Hafsteinsdóttir
Farsími:
Sími: 570 1311
Netfang: henny@minjastofnun.is
Minjavörður Vesturlands
Magnús A. Sigurðsson
Farsími: 895 1880
Sími: 570 1312
Netfang: magnus@minjastofnun.is
Minjavörður Norðurlands vestra
Guðmundur Stefán Sigurðarson
Farsími: 861 4200
Sími: 570 1322
Netfang: gudmundur@minjastofnun.is
Minjavörður Austurlands
Þuríður Elísa Harðardóttir
Farsími: 864 1451
Sími: 570 1310
Netfang: thuridur@minjastofnun.is
Minjavörður Vestfjarða
Inga Sóley Kristjönudóttir
Farsími: 898 6630
Sími:
Netfang: ingasoley@minjastofnun.is
Minjavörður Norðurlands eystra
Sædís Gunnarsdóttir
Farsími: 832 1700
Sími: 570 1315
Netfang: saedis@minjastofnun.is